• Forsíða

Þátttaka í grunnskólamóti KRR

fotboltamynd

Í ár sendi Foldaskóli frá sér 4 lið sem tóku þátt fyrir hönd skólans í Grunnskólamóti KRR.

Stúlkur og drengir í 7. og 10. bekk mættu til leiks í þessari viku og fór mótið fram í Egilshöll. Krakkarnir stóðu sig vel, seiglan í hámarki og voru skólanum til sóma. Úrslitin eru á síðu KSI fyrir þá sem vilja skoða niðurstöður leikjanna. Við spiluðum í A riðli í öllum flokkum. Gaman var lika að sjá alla stuðningsmennina sem hvöttu okkar fólk áfram. Aldeilis búið að leggja í hvatningarspjöld hjá þessum frábæru krökkum. 
Stúlkurnar sem spiluðu fyrir hönd 7. bekkjar, komust í úrslit og verður spilað til úrslita laugardaginn 1. október í Egilshöll kl. 9:20. Stúlkurnar eru þær Auður, Harpa, Íris, Ragna, Anna Bíbí, Þórdís, Júlía, Ana og Andrea.
Drengirnir sem spiluðu fyrir 7. b. voru þeir:  Róbert, Ægir, Birkir, Brynjar, Emil, Ernir Tumi, Sindri, Hannes og Alex.
Stúlkurnar sem spiluðu fyrir 10. b. voru þær: Sonja, Sóley, Elín Salka, Aníta, Ásdís, María Eir, Sara, Sóley, Hrafnhildur og Guðfinna.
Drengirnir sem spiluðu fyrir 10. b. voru þeir: Vilhjálmur, Nökkvi, Dagur, Tómas Orri, Aron, Aðalsteinn, Sigurður, Axel og Teitur.
Frábær frammistaða krakkar og til hamingju með árangurinn – ÁFRAM FOLDASKÓLI!

Prenta |

Heilsuvika myndir

Heilsuvikan 19.-23. september var skemmtileg tilbreyting á haustdögum og tókst vel. Hún hófst á því að Anna Þorsteinsdóttir íþróttakennari kenndi nemendum og starfsfólki að dansa zumba. Næst var norræna skólahlaupið þreytt í rigningu en til baka komu kátir krakkar eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
Í vikunni fóru nemendur út í leiki og í haustlitagöngur en að endingu komum við saman á sal, starfsmenn og nemendur, með Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara en hún fékk okkur með skemmtilegum æfingum til að hlægja saman. 

Hér má sjá myndir frá zumbadansi í upphafi heilsuviku.

Hér má sjá myndir frá norræna skólahlaupinu.

Hér má sjá myndir frá haustlitagöngu nemenda í 8. bekk

Hér má sjá myndir frá hláturjóga í lok heilsuviku.

Prenta |

Ný stjórn foreldrafélags Foldaskóla

Síðastliðinn miðvikudag var aðalfundur foreldrafélags skólans. Stjórn fyrir árið 2016 til 2017 er þannig skipuð: 
Edda H. Austmann Harðardóttir, Guðmundur Valur Oddsson, Hafdís Huld Þórólfsdóttir, Stefan Gudjonsson, Thorsteinn Bjarnason og Tómas Orri Ragnarsson.                   

Prenta |

Fleiri greinar...

mentor