Prenta |

Auðun fær verðlaun

audunnAuðun Bergsson nemandi í 8. SJ í Foldaskóla fékk í gær nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs. Í tilnefningu segir: Auðun er einstaklega jákvæður og samviskusamur nemandi. Hann er góð fyrirmynd innan nemendahópsins og sterkur leiðtogi sem á auðvelt með að hrífa aðra með sér. Auðun er vandvirkur, vinnusamur og virkur í öllum verkefnum, afburðanámsmaður sem gengur í öll verk sem fyrir hann eru lögð. Hann er mjög drífandi, jafnt í skólastofunni sem félagslífinu, og situr í nemendaráði fyrir hönd síns bekkjar. Auðun sýnir ávallt kurteisi, hvort sem er skólafélögum sem starfsfólki skólans. Framkoma hans er öðrum nemendum til eftirbreytni og teljum við hann sannarlega eiga sérstakt hrós skilið. Foldaskóli óskar Auðuni til hamingju.