Prenta |

Skólaslit hjá yngsta stigi

IMG 5120Skólaslit voru í morgun þar sem nemendur og fjöldi foreldra komu saman í Fjörgyn. Nokkrir nemendur voru með tónlistaratriði Andrea í 7.KG og Heiðbjört 6.SK spiluðu á fiðlu, Steindór 7.EB söng, Helga Signý og Guðrún Svava í 4. MS spiluðu á selló einnig spiluðu Daníel Bjarki í 4.SF og Sævar Ingi 4.MS á gítar. Ágúst Ólason skólastjóri ávarpaði nemendur og að lokum var skólasöngurinn sunginn. Við óskum öllum nemendum gleðilegs sumars.  Hér eru myndir.

Prenta |

Útskrift 10. bekkjar 2016

IMG 7303Miðvikudaginn 8. júní voru 77 ungmenni í 10. bekk útskrifuð úr Foldaskóla við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju. Nemendur sáu um tónlistarflutning og fluttu ávörp, veittar voru viðurkenningar og vitnisburður afhentur. Að formlegri dagskrá lokinni var blásið til veislu í boði foreldra og skólans.

Hér má sjá myndir frá athöfninni.